Mislukkuð uppfærsla
Helböggað því miður
Ef síminn hringir þá getur verið mikið ströggl að koma appinu aftur í gang, því þá virkar oft bara ekki play takkinn, og þá virðist oft ekkert virka til að fá appið til að virka, restarta því oft en ekkert gerist...en mjög random hversu vel eða illa það gengur, en yfirleitt gengur það illa.
Það nýjasta sem er að gerast núna er að ef að ég fæ td messenger skilaboða tilkynningu með tilheyrandi pling hljóði, þá stoppar útvarpið og þarf ég að fara fram og til baka í restarti til að fá það til að spila aftur.
Asskoti leiðinlegt að td núna síðast þegar það gerðist, þá var ég að hlusta á útvarpsviðtal, og var í 1-2 mínútur að rembast við að fá appið aftur til að spila. Svo loks náði ég því en viðtalinu var lokið. Vei. Er farinn að nota vafrann frekar, þetta er komið gott.
Ég vona að þið nàið að fixa þessa galla, því appið lúkkar simpúlt og næs, en eins og er þá er það verra en gamla appið. Afsakið annars rantið í mér, það er covid og mér leiðist, en vonandi er eitthvað þessu frá mér. Býð spenntur eftir uppfærslu. Gangi ykkur vel. Bestu kveðjur, Ingi.